Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 29. mars 2021 11:11
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars: Eru framtíðarleikmenn íslenska landsliðsins
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Menn eru að sleikja sárin. Þetta var erfitt kvöld í gær og erfið nótt en það er nýr dagur í dag," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í dag eftir 2-0 tapið gegn Armeníu í gær.

„Við tókum góðan fund með strákunum í dag. Við erum búnir að klippa leikinn og leikgreina, fara yfir það sem má betur fara og það sem var í lagi. Við erum búnir ðað vera saman í viku og erum búnir að taka tvo leiki þar sem við getum sýnt hluti sem við getum byggt á, unnið í og bætt. Við fórum aftur yfir það með strákunum á video fundi í dag hvernig leikurinn í gær leit út fyrir okkur."

U21 leikmennirnir með sama hlutverk og aðrir
Búið er að kalla Jón Dag Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Svein Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson úr U21 hópnum í A-landsliðshópinn fyrir leikinn á miðvikudag.

„Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að taka strákaana úr mjög mikilvægu verkefni í lokakeppni U21 liða. Það er mikilvægt fyrir þeirra reynslu og þróun sem leikmenn. A-landsliðið gengur alltaf fyrir. Við erum að taka þá inn með það fyrir augum að þeir þurfi að spila. Þeir gætu líka setið á bekknum. Það er sama hlutverk fyrir þá og aðra leikmenn í A-landsliðinu. Það eru ekki allir inn á, á sama tíma. Ég, Eiður, Davíð Snorri og þjáflarateymi í U21 vorum með það á hreinu að það gæti verið möguleiki á að kalla inn leikmenn úr U21 eftir leik eitt eða leik tvö."

Af hverju voru þessir leikmenn teknir frekar en aðrir atvinnumenn í Evrópu? „Þetta eru framtíðarleikmenn íslenska landsliðsins. Við horfum á það og svo er þetta stöðubundið. Hvaða stöður vantar okkur í núna. Síðan er ekki hægt að ná í alla leikmenn fyrir utan þessa leikmenn:"

Ekki kynslóðaskipti
Er Arnar farinn að huga að kynslóðaskiptum með þessum breytingum? „Nei. Ég hef alltaf sagt það og mun segja það áfram að við veljum besta liðið fyrir hvert verkefni og hvern og einn leik. Fyrir leikinn í gær taldi ég þetta vera besta liðið og fyrir verkefnið í mars taldi ég þetta vera besta hópinn. Eftir leikinn á miðvikudaginn, þar sem við veljum aftur besta liðið sem við teljum að eigi möguleika á að vinna leikinn, þá er næsta verkefni í júní og fyrir þann glugga verður aftur valinn besti hópurinn að því sem við teljum."

Ísak Bergmann Jóhannesson kemur inn í A-landsliðshópinn eftir að hafa byrjað á varamannabekknum hjá U21 landsliðinu gegn Dönum í gær.

„Ísak byrjaði fyrsta leikinn í U21. Þar er verið að álagsstýra. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir geti líka spilað þrisvar sinnum 90 mínútur. Davíð Snorri er að gera það nákvæmlega sama og við erum að gera hér."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner