Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 14:19
Elvar Geir Magnússon
Palli Kristjáns: Helvíti þreytt og leiðinlegt
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er helvíti þreytt og leiðinlegt. Þetta setur allt úr skorðum. Við erum eina landið í heiminum sem spilar ekki fótbolta," segir Páll Kristjánsson, formaður KR, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Hann ræddi þar um íþróttabannið sem er aftur komið á vegna Covid-19 faraldursins. Hann vonast til þess að banninu verði létt sem allra fyrst og lið geti allavega æft eðlilega og spilað án áhorfenda.

„Þetta er ansi bagalegt og spurning hvort mótinu verði eitthvað hliðrað til og það fært aftar. Við höfum alveg svigrúm til þess en maður veit ekki. Ef við náum að byrja að æfa aftur eftir páska sé ég ekki ástæðu til að mótinu verði seinkað. Þetta hefur verið nægilega langur vetur. Leikmenn mega æfa eftir ákveðnum formerkjum núna og það er ekki algert æfingabann."

Eins og áður segir telur Páll mögulegt að íþróttabanninu verði aflétt á næstu dögum.

„Það eru allavega jákvæðar fréttir um að mögulega sé búið að ná utan um þessa bylgju, ef bylgju skyldi kalla, svo maður vonar." segir Páll.

„Það hefur ekki verið mikil hreyfing á félagaskiptamarkaðnum undanfarið. Félög virðast vera að bíða og sjá hvað gerist. Þetta stopp setur örugglega strik í reikninginn hjá mörgum liðum sem ætla að styrkja sig á lokasprettinum. Það er ekkert auðvelt að fá menn til landsins."

„Það gekk ágætlega síðast þegar meistaraflokkslið fengu að æfa og gerðu það skynsamlega. Auðvitað verður að greina á milli afreksstarfs og yngri flokka starfs. Það þarf að halda mönnum í standi og leikmenn þurfa að fá tækifæri til að æfa og spila án áhorfenda. Þó það sé auðvitað drepleiðinlegt að mæta á leiki án áhorfenda."

„Við verðum að bíða og sjá með hækkandi sól hvenær áhorfendur fái að koma aftur inn. En liðin verð að fá að æfa og spila einhverja leiki þangað til," segir Páll Kristjánsson.
Athugasemdir
banner