„Ég hef verið að byggja upp líkamann undanfarna mánuði eftir að hafa glímt við nokkur lítil meiðsli. Ég kom í síðustu viku og er mjög spenntur fyrir framhaldinu," sagði Jannik Pohl eftir að hann var kynntur sem nýr leikmaður Fram í dag.
Jannik er 25 ára gamall Dani sem leikið hefur með AaB, Groningen og Horsens á sínum meistaraflokksferli.
Jannik er 25 ára gamall Dani sem leikið hefur með AaB, Groningen og Horsens á sínum meistaraflokksferli.
„Fram sýndi mikinn áhuga og Ísland er fallegt land. Tímabilið er að byrja og þegar allt kom saman þá lít ég á þetta sem gott skref. Fram er í uppbyggingu og ég er að byggja mig upp fyrir næsta skref. Ég held að ég og félagið passi vel saman."
Hverju vilt þú ná fram í sumar?
„Ég býst við því að ég geti komið inn og sýnt mín gæði. Ég er hraður og kraftmikill og ég held að þeir eiginleikar muni henta vel í íslensku deildinni og ég ætla mér líka að skora einhver mörk," sagði Pohl.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir