Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fim 29. apríl 2021 13:30
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 7. sæti
Víkingum er spáð 7. sæti í Lengjudeildinni
Víkingum er spáð 7. sæti í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nadía leiðir sóknarleik Víkinga
Nadía leiðir sóknarleik Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Rún er efnilegur leikmaður sem steig vel upp síðasta sumar og verður gaman að fylgjast með áfram
Dagný Rún er efnilegur leikmaður sem steig vel upp síðasta sumar og verður gaman að fylgjast með áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. Víkingur
8. HK
9. ÍA
10. Grindavík

Lokastaða í fyrra: 7. sæti í Lengjudeildinni

Þjálfarar: John Andrews er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Víkings. UEFA pro þjálfarinn hefur áralanga reynslu af þjálfun. Var lengi með meistaraflokk kvenna hjá Aftureldingu og síðar Völsungi. Hann hefur einnig þjálfað á erlendri grundu.

Styrkleikar: Liðsandinn er góður. Liðið er í góðu formi og mjög vel skipulagt. Liðinu hefur gengið vel að skora á undirbúningstímabilinu en í fyrra átti liðið erfitt með að loka jöfnum leikjum.

Veikleikar: Breiddin í leikmannahópnum mætti vera betri. Liðið hefur misst lykilmenn frá því í fyrra og spurning hvernig gengur að fylla þeirra skörð. Leikmannahópurinn er nokkuð jafnt en Víkingum vantar fleiri afgerandi leikmenn til að taka yfir og breyta leikjum.

Lykilmenn: Nadía Atladóttir, Dagný Rún Pétursdóttir og Brynhildur Vala Björnsdóttir

Gaman að fylgjast með: Húsavíkur-systurnar Arnhildur og Dagbjört Ingvarsdætur eru mættar í nýja áskorun í Víkinni. Þær eiga eftir að koma með nýja vinkla inn í Víkingsliðið.

Við heyrðum í John þjálfara og fórum yfir spánna og fótboltasumarið sem framundan er:

„Ég held að spáin sé nokkuð eðlileg. Mörg félögin hafa sett mikið fjármagn í liðin sín til að kaupa erlenda leikmenn og fleira. Með heimsfaraldrinum höfum við áttað okkur á því hvernig er raunhæft að byggja upp deildina og ég held að innkoma ungra þjálfara hafi leitt til þess að félögin vilji eyða meiru og fá til sín sem flesta leikmenn. Það verður áhugavert hvernig félögin munu halda utan leikmannahópana sína og gefa leikmönnum fullnægjandi leiktíma. Það er risa stór partur af stjórnun.”

„Markmið Víkinga eru alltaf þau sömu. Að þróa unga íslenska leikmenn og sýna landanum að það er hellings efniviður í deildinni okkar. Ef okkur tekst að vinna leiki samhliða því þá er það frábært. Eins og staðan er í heiminum í dag held ég að það sé enn mikilvægara en áður að við einbeitum okkur að því að þróa okkar leikmenn.”


Hvernig er Víkingsliðið í ár í samanburði við liðið í fyrra?

„Ég nýt þess að fylgjast með liðinu mínu þroskast. Það er eitthvað spennandi við að fylgjast með ungum og hungruðum leikmönnum bæta sig. Ég held að framtíðin sé björt í Víkinni. Varðandi síðasta ár þá held ég að það yrði frábær knattspyrnuleikur ef liðið okkar í ár og liðið frá því í fyrra myndu mætast.”

Við hverjum má búast af Lengjudeildinni í sumar?

„Lengjudeildin í ár verður sú besta frá upphafi. Félögin hafa lagt mikið í liðin sín og það er mikil pressa á þeim að standa sig og ná árangri. Ég er búinn að sjá mikið af leikjum með liðunum í deildinni og finnst að við ættum að horfa á deildina sem frábæran stökkpall fyrir leikmenn til að bæta sig og verða að toppleikmönnum.”

„Íslenskt fótboltaumhverfi er frábært, svo lengi sem við einbeitum okkur að því að gera leikmennina okkar betri.”

„Ég hlakka svo til að fylgjast með umfjöllun Heimavallarins um deildina og vekja áhuga og athygli á henni.”


Komnar:
Arnhildur Ingvarsdóttir frá Völsungi
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir frá Val
Dagbjört Ingvarsdóttir frá Völsungi
Naya Lipkins frá USA
Aníta Dögg Guðmundsdottir frá FH
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir frá FH

Farnar:
Halla Margrét Hinriksdóttir í Aftureldingu

Fyrstu leikir ÍA:
6. maí Víkingur - HK
12. maí Víkingur - Afturelding
22. maí Haukar - Víkingur
Athugasemdir
banner