Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Ingi gæti farið frá Val í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru líkur á því að Hörður Ingi Gunnarsson yfirgefi herbúðir Vals fyrir gluggalok sem eru á miðnætti í kvöld.

Hörður Ingi er 26 ára hægri bakvörður, sem getur spilað báðu megin. Hann er samningsbundinn Val út tímabilið 2027.

Hann gekk í raðir Vals fyrir um ári síðan frá FH og kom við sögu í 17 leikjum með Val á síðasta tímabili. Hann hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili; ekki verið í leikmannahópnum í fyrstu fimm keppnisleikjum tímabilsins.

Valur hefur verið að spila með þá Birki Heimisson og Orra Sigurð Ómarsson í bakvörðunum og á eftir þeim eru þeir Sigurður Egill Lárusson og Jakob Franz Pálsson.

Hörður Ingi er uppalinn hjá FH og hefur einnig leikið með ÍA og Sogndal á sínum ferli. Hann lék á sínum tíma 29 leiki fyrir yngri landsliðin og á að baki tvo A-landsleiki.
Athugasemdir