Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru líkur á því að Hörður Ingi Gunnarsson yfirgefi herbúðir Vals fyrir gluggalok sem eru á miðnætti í kvöld.
Hörður Ingi er 26 ára hægri bakvörður, sem getur spilað báðu megin. Hann er samningsbundinn Val út tímabilið 2027.
Hann gekk í raðir Vals fyrir um ári síðan frá FH og kom við sögu í 17 leikjum með Val á síðasta tímabili. Hann hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili; ekki verið í leikmannahópnum í fyrstu fimm keppnisleikjum tímabilsins.
Valur hefur verið að spila með þá Birki Heimisson og Orra Sigurð Ómarsson í bakvörðunum og á eftir þeim eru þeir Sigurður Egill Lárusson og Jakob Franz Pálsson.
Hörður Ingi er 26 ára hægri bakvörður, sem getur spilað báðu megin. Hann er samningsbundinn Val út tímabilið 2027.
Hann gekk í raðir Vals fyrir um ári síðan frá FH og kom við sögu í 17 leikjum með Val á síðasta tímabili. Hann hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili; ekki verið í leikmannahópnum í fyrstu fimm keppnisleikjum tímabilsins.
Valur hefur verið að spila með þá Birki Heimisson og Orra Sigurð Ómarsson í bakvörðunum og á eftir þeim eru þeir Sigurður Egill Lárusson og Jakob Franz Pálsson.
Hörður Ingi er uppalinn hjá FH og hefur einnig leikið með ÍA og Sogndal á sínum ferli. Hann lék á sínum tíma 29 leiki fyrir yngri landsliðin og á að baki tvo A-landsleiki.
Athugasemdir