Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 08:40
Elvar Geir Magnússon
Gluggadagurinn á Íslandi í dag - Víkingur hyggst styrkja sig og Fram í markmannsleit
Víkingur vonast til að fá inn mann.
Víkingur vonast til að fá inn mann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gluggadagurinn er á Íslandi í dag en á miðnætti þá er lokað fyrir félagaskipti í efri deildum; um er að ræða Bestu deild karla, Bestu deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla.

Sérstakur sumargluggi verður svo opinn í tvær vikur; 17. júlí til 31. júlí.

Fréttamenn Fótbolta.net fylgjast að sjálfsögðu grannt með tíðindum dagsins hér á síðunni.

Víkingur hefur ekki verið sannfærandi að undanförnu og vonast til að bæta við sig leikmanni í dag, Framarar eru í markvarðarleit eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson yfirgaf félagið óvænt, Vestri gæti styrkt hóp sinn og Dagur Örn Fjeldsted er á leið í FH. Mögulega mun botnliðið fá inn fleiri til að reyna að hjálpa liðinu að spyrna sér frá botninum?

Fróðlegt verður að sjá hvort einhver óvænt skipti verði og þá er Lengjudeildin að fara af stað og félögin að leggja lokahönd á sína leikmannahópa.
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Athugasemdir
banner
banner