Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   fös 29. maí 2020 17:15
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Það eru mörg lið um hituna
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin.

Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni.

„Það voru tveir mánuðir og tuttugu dagar á milli leikja hjá okkur svo auðvitað voru hnökrar hér og þar. Það voru líka ágætis punktar. Við vorum bara ánægðir með að komast í fótbolta," sagði Sigurbjörn en hann segir stefnuna á að endurheimta sætið í Pepsi Max-deildinni.

„Við ætlum að gera tilkall í að vera samkeppnishæfir um að komast upp úr Lengjudeildinni. Við teljum okkur vera með lið sem getur barist um það en það eru mörg lið um hituna."

„ÍBV eru líklegastir eins og staðan er núna. Þeir eru með þjálfara sem er nýbúinn að fara með lið upp. Þeir eru með toppleikmenn og metnaðarfullan klúbb. Þeir eru sigurstranglegastir í 1. sætið eins og er."

„Keflavík eru mjög góðir líka. Ég sá þá spila fyrir tveimur dögum og leist mjög vel á þá. Þeir eru gríðarlega sterkir. Við spiluðum við Þórsarana fyrir Covid og þeir litu mjög vel út. Þeir voru grimmir. Leiknismenn eru sterkir og Framararnir góðir. Ég er örugglega að gleyma einhverjum. Það verður mjög erfitt að fara út á land og spila. Þetta verður þétt en eins og staðan er akkúrat núna eru Eyjamenn, Þór og Keflavík líklegust."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir