Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   mán 29. maí 2023 12:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allardyce: Hópurinn ekki nógu góður
Mynd: Getty Images

Sam Allardyce mistókst að bjarga Leeds frá falli en liðið féll niður í Championship deildina í gær eftir þrjú ár í úrvalsdeildinni.


Hann tók við liðinu þegar fjórar umferðir voru eftir og liðið var í fallsæti á markamun. Allardyce viðurkennir að hópurinn hafi ekki verið nógu sterkur til að halda sér í deildinni.

„Þetta snýst aðallega um hversu góðir leikmennirnir eru. Þessir leikmenn hafa unnið hart að sér meðan ég hef verið hérna og ég get ekki kennt framlagi þeirra um," sagði Allardyce.

„Sem hópur hafa þeir ekki verið nógu góðir þar sem þeir eru í þremur neðstu sætunum í úrvalsdeildinni. Ég vonaðist til að fá aðeins meira út úr þeim svo ég tek ábyrgð á því. Þetta er erfiður heimur þegar hlutirnir hætta að ganga og menn missa sjálfstraust þá er erfitt að klóra sig til baka og okkur tókst það ekki."


Athugasemdir
banner
banner
banner