Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 29. maí 2023 22:09
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegt að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög ánægður. Geggjuð frammistaða hjá okkur og það var ótrúlegt að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Það voru moment í síðari hálfleik þar sem þeir gengu frá okkur. Valur er með gæði og þeir refsuðu okkur en heilt yfir frammistöðulega séð var þetta frábær leikur. Mér er alveg sama þó ég tapi fótboltaleikjum ef frammistaðan er góð og þetta var einn af þessum leikjum sem við vorum „on it"." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir tapið gegn Val á Víkingsvelli fyrr í kvöld en þetta var fyrsta tap Víkings á tímabilinu. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var alveg frábær. Við stjórnuðum honum frá A-Ö og þeir fengu færin eftir að boltinn lenti svona á tilviljunarlega staði og þeir brunuðu upp í sókn. Fyrri hálfleikurinn var perfect og eina sem vantaði var bara markið."

„Síðari hálfleikurinn var bara geggjaður, geggjaður fyrir áhorendur, mikið líf. Ég var helst ósáttur með þriðja mark Valsmanna en við vorum komnir með þá en það má aldrei sofna á verðinum og þetta kennir okkur smá leksíu að vera ekki of værukæfir en heilt yfir bara mjög ánægður að hafa tekið þátt í þessum leik."

Þetta var fyrsta tap Víkinga á tímabilinu. Hefur þetta einhver áhrif á leikmannahópinn? 

„Ekki ef þú horfir á frammistöðuna. Það hefði verið annað ef við hefðum ekki getað neitt í dag og Valur hefði stýrt leiknum frá A-Ö og við hefðum tapað 5-0 en frammistaðan var var bara frábær, þetta er fótboltaleikur og þið þekkið hvernig það er ég meina svona gerist stundum."





Athugasemdir
banner
banner