Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mán 29. maí 2023 22:09
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegt að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög ánægður. Geggjuð frammistaða hjá okkur og það var ótrúlegt að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Það voru moment í síðari hálfleik þar sem þeir gengu frá okkur. Valur er með gæði og þeir refsuðu okkur en heilt yfir frammistöðulega séð var þetta frábær leikur. Mér er alveg sama þó ég tapi fótboltaleikjum ef frammistaðan er góð og þetta var einn af þessum leikjum sem við vorum „on it"." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir tapið gegn Val á Víkingsvelli fyrr í kvöld en þetta var fyrsta tap Víkings á tímabilinu. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var alveg frábær. Við stjórnuðum honum frá A-Ö og þeir fengu færin eftir að boltinn lenti svona á tilviljunarlega staði og þeir brunuðu upp í sókn. Fyrri hálfleikurinn var perfect og eina sem vantaði var bara markið."

„Síðari hálfleikurinn var bara geggjaður, geggjaður fyrir áhorendur, mikið líf. Ég var helst ósáttur með þriðja mark Valsmanna en við vorum komnir með þá en það má aldrei sofna á verðinum og þetta kennir okkur smá leksíu að vera ekki of værukæfir en heilt yfir bara mjög ánægður að hafa tekið þátt í þessum leik."

Þetta var fyrsta tap Víkinga á tímabilinu. Hefur þetta einhver áhrif á leikmannahópinn? 

„Ekki ef þú horfir á frammistöðuna. Það hefði verið annað ef við hefðum ekki getað neitt í dag og Valur hefði stýrt leiknum frá A-Ö og við hefðum tapað 5-0 en frammistaðan var var bara frábær, þetta er fótboltaleikur og þið þekkið hvernig það er ég meina svona gerist stundum."





Athugasemdir