De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
   mán 29. maí 2023 22:09
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegt að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik
watermark Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög ánægður. Geggjuð frammistaða hjá okkur og það var ótrúlegt að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Það voru moment í síðari hálfleik þar sem þeir gengu frá okkur. Valur er með gæði og þeir refsuðu okkur en heilt yfir frammistöðulega séð var þetta frábær leikur. Mér er alveg sama þó ég tapi fótboltaleikjum ef frammistaðan er góð og þetta var einn af þessum leikjum sem við vorum „on it"." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir tapið gegn Val á Víkingsvelli fyrr í kvöld en þetta var fyrsta tap Víkings á tímabilinu. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var alveg frábær. Við stjórnuðum honum frá A-Ö og þeir fengu færin eftir að boltinn lenti svona á tilviljunarlega staði og þeir brunuðu upp í sókn. Fyrri hálfleikurinn var perfect og eina sem vantaði var bara markið."

„Síðari hálfleikurinn var bara geggjaður, geggjaður fyrir áhorendur, mikið líf. Ég var helst ósáttur með þriðja mark Valsmanna en við vorum komnir með þá en það má aldrei sofna á verðinum og þetta kennir okkur smá leksíu að vera ekki of værukæfir en heilt yfir bara mjög ánægður að hafa tekið þátt í þessum leik."

Þetta var fyrsta tap Víkinga á tímabilinu. Hefur þetta einhver áhrif á leikmannahópinn? 

„Ekki ef þú horfir á frammistöðuna. Það hefði verið annað ef við hefðum ekki getað neitt í dag og Valur hefði stýrt leiknum frá A-Ö og við hefðum tapað 5-0 en frammistaðan var var bara frábær, þetta er fótboltaleikur og þið þekkið hvernig það er ég meina svona gerist stundum."

Athugasemdir
banner
banner