Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 29. maí 2023 22:09
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegt að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög ánægður. Geggjuð frammistaða hjá okkur og það var ótrúlegt að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Það voru moment í síðari hálfleik þar sem þeir gengu frá okkur. Valur er með gæði og þeir refsuðu okkur en heilt yfir frammistöðulega séð var þetta frábær leikur. Mér er alveg sama þó ég tapi fótboltaleikjum ef frammistaðan er góð og þetta var einn af þessum leikjum sem við vorum „on it"." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir tapið gegn Val á Víkingsvelli fyrr í kvöld en þetta var fyrsta tap Víkings á tímabilinu. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Valur

„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var alveg frábær. Við stjórnuðum honum frá A-Ö og þeir fengu færin eftir að boltinn lenti svona á tilviljunarlega staði og þeir brunuðu upp í sókn. Fyrri hálfleikurinn var perfect og eina sem vantaði var bara markið."

„Síðari hálfleikurinn var bara geggjaður, geggjaður fyrir áhorendur, mikið líf. Ég var helst ósáttur með þriðja mark Valsmanna en við vorum komnir með þá en það má aldrei sofna á verðinum og þetta kennir okkur smá leksíu að vera ekki of værukæfir en heilt yfir bara mjög ánægður að hafa tekið þátt í þessum leik."

Þetta var fyrsta tap Víkinga á tímabilinu. Hefur þetta einhver áhrif á leikmannahópinn? 

„Ekki ef þú horfir á frammistöðuna. Það hefði verið annað ef við hefðum ekki getað neitt í dag og Valur hefði stýrt leiknum frá A-Ö og við hefðum tapað 5-0 en frammistaðan var var bara frábær, þetta er fótboltaleikur og þið þekkið hvernig það er ég meina svona gerist stundum."





Athugasemdir
banner
banner