Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 29. maí 2023 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Gunnlaugur Fannar: Völlurinn býður ekki upp á fallegan fótbolta
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Gunnlaugur var öflugur í vörn Keflavíkur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson átti góðan leik í vörn Keflavíkur þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Breiðablik í Keflavík fyrr í kvöld. Aðstæður á vellinum voru nokkuð erfiðar, bæði var völlurinn sjálfur ekki upp á sitt besta en einnig gerði sterkur vindur og rigning leikmönnum erfitt fyrir. Hvernig var að spila leikinn?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 Breiðablik

„Eins og þú sást þá býður völlurinn ekki upp á að spila fallegan fótbolta. Þannig að við settum upp skipulag að liggja aftarlega og reyna bara að sækja hratt á þá þegar færi gafst.“

Vörn Keflavíkur var þétt í leiknum og gaf fá færi á sér heilt yfir. Þó fékk Klæmint Olsen sannkallað dauðafæri þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Tók hjartað hjá Gunnlaugi aukaslag þegar Klæmint fékk færið?

„Já, ég er ennþá að reyna að átta mig á hvernig hann náði að klúðra þessu en Guði sé lof að hann gerði. Hann hélt okkur inn í þessum leik “

Eftir dapurt gengi leikina á undan hefur Keflavík nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og virðist liðið vera að ná takti varnarlega í það minnsta.

„Já, við byrjuðum að liggja örlítið aftar og leyfa liðum að koma á okkur og beita skyndisóknum. Við vorum svolítð að reyna að fara hátt á völlinn og það virkaði ekki. Í síðustu tveimur leikjum erum við búnir að vera berjast fyrir hvorn annan.“

Sagði Gunnlaugur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner