Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Meiri öryggisgæsla en nokkru sinni fyrr
Mynd: Getty Images
Öryggisgæsla verður með allra mesta móti á Wembley á laugardagskvöld þegar úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram. Heimamenn eru ákveðnir í að láta ruglið í kringum úrslitaleik EM ekki endurtaka sig.

Eins og flestir lesendur vita þá er algjör lukka að ekki fór verr þegar yfir tvö þúsund miðalausir aðdáendur brutu sér leið inn á Wembley án þess að hafa miða á úrslitaleik Englands og Ítalíu.

Chris Bryant viðburðastjóri enska fótboltasambandsins segir að öryggismál í kringum komandi úrslitaleik hafi verið í vinnslu í átján mánuði og hugsað út í hvert einasta smáatriði. Meiri öryggisgæsla verði en nokkru sinni fyrr.

Hann segir að í undirbúningnum hafi einnig verið skoðað það ástand sem skapaðist þegar Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2022. Tafir urðu á leiknum vegna ófremdarástands fyrir utan Stade de France í París.

Real Madrid og Borussia Dortmund mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley, klukkan 19 á laugardagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner