Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
   mið 29. maí 2024 10:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Emilía Kiær í sínu fyrsta landsliðsverkefni með Íslandi
Icelandair
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingunni í Salzburg í dag.
Frá æfingunni í Salzburg í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska liðið undirbýr sig núna fyrir leik gegn Austurríki á föstudaginn.
Íslenska liðið undirbýr sig núna fyrir leik gegn Austurríki á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er bara mjög góð. Ég er búin að vera mjög spennt fyrir þessu og er mjög ánægð að vera hérna," segir Emilía Kiær Ásgeirsdóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Salzburg í Austurríki í dag.

Emilía, sem er 19 ára gömul, er í fyrsta sinn í landsliðshópi Íslands en hún hefur verið að gera frábæra hluti í danska boltanum með Nordsjælland. Hún er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar með tíu mörk í 17 leikjum.

Emilía er efnilegur sóknarmaður sem á íslenskan föður og danska móður. Hún á marga leiki að baki í yngri flokkum hér á landi með Breiðabliki, Stjörnunni og Val. Hún lék þá einn leik með Augnabliki í Lengjudeildinni sumarið 2020 þegar hún var 15 ára.

„Ég talaði við Steina (landsliðsþjálfara) og hann sagði mér frá því að hann vildi velja mig. Ég var mjög þakklát og spennt fyrir því. Ég brosti bara þarna í bílnum mínum. Það var mjög góð tilfinning að vita það að ég væri að fara í þetta verkefni. Ég var búin að ræða við Steina í smá tíma og hann vissi af mér. Sambandið var búið að vera gott," segir Emilía.

Emílía hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en er ekki með neina skráða yngri landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún á hins vegar landsleiki að baki marga leiki fyrir yngri landslið Danmerkur og þónokkur mörk. Þá hefur hún verið með fyrirliðabandið í dönsku yngri landsliðunum.

Af hverju ákvað hún að velja Ísland?

„Þetta var erfitt val, ég get sagt það. Þetta endaði bara þannig að ég hugsaði um hvaða land ég vildi spila fyrir. Ég sá möguleika hérna og mér finnst liðið mjög spennandi. Ég held ég geti bætt mig sem leikmaður hérna. Ég get það örugglega líka í danska landsliðinu og ég á góðar minningar þaðan, en ég hugsaði mig bara um hvaða land mig langaði mest að spila fyrir."

„Ég fékk fullt af reynslu (í dönsku yngri landsliðunum) og bætt mig helling sem fótboltakona, bæði að vera fyrirliði í fullt af verkefnum og spila með góðum leikmönnum. Sú reynsla var heilt yfir mjög góð. Ég er ánægð að hafa fengið þann möguleika."

Tengingin við Ísland er sterk fyrir Emilíu. „Ég fæddist á Íslandi en flutti til Noregs út af vinnu foreldra minna. Ég var þar í fjögur ár en flutti svo til baka til Íslands áður en ég flutti til Danmerkur fyrir fjórum árum. Tengingin við Ísland er sterk og stór hluti fjölskyldu minnar er þar. Ég á fullt af vinum úr grunnskólanum og fótboltanum á Íslandi," segir Emilía.

Hún er spennt að takast á við komandi verkefni með landsliðinu en Ísland mætir Austurríki í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins.

„Stelpurnar eru æðislegar og það er skemmtilegt að vera með þeim, og kynnast þeim. Ég hef notið þess. Mér finnst það mjög spennandi sem er að gerast í íslenska landsliðinu og það eru margir yngri leikmenn að koma núna upp. Ég er alltaf mjög glöð þegar það gengur vel hjá Íslandi."

„Ég er mjög spennt fyrir þessu. Við förum inn í þessa leiki og gerum okkar besta. Vonandi náum við að vinna," sagði Emilía að lokum en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner