Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júní 2020 17:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona fær Pjanic (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur staðfest bæði söluna á Arthur Melo til Juventus og kaupin á móti á Miralem Pjanic, miðjumanninum sem leiki hefur með Juve undanfarin ár.

Melo kostar Juventus 72 milljónir evra og getur hækkað um tíu milljónir evra í árangurstengdum gjöldum. Juventus klárar að greiða leikmanninn að fullu eftir fjögur ár.

Barcelona greiðir á móti 60 milljónir evra fyrir Pjanic og getur sá verðmiði hækkað um fimm milljónir í árangurstengdum gjöldum. Sama á við um Barcelona og Juventus, félögin greiða verðmiðann á fjórum árum.

Pjanic er bosnískur miðjumaður sem leikið hefur með Juventus frá árinu 2016 en áður hafði hann leikið með Roma, Lyon og Metz. Hann hefur skorað fimmán landsliðsmörk í 92 landsleikjum fyrir Bosníu og Herzegóvínu. Pjanic varð þrítugur í apríl og Arthur verður 24 ára í ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner