Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Almarr í Fram (Staðfest)
Mættur aftur í Fram
Mættur aftur í Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Almarr Ormarsson er genginn í raðir Fram frá Val. Almarr skrifar undir samning sem gildir út næsta tímabil.

Almarr þekkir vel til félagsins enda með 36 skoruð mörk í yfir 130 leikjum fyrir Fram í efstu deild og bikar.

„Ekki er hægt að kynna Almar öðruvísi til leiks en að rifja upp Bikarúrslitaleikinn 2013 sem á sér sérstakan stað í minnum margra Frammara. Í æsispennandi leik sem skilaði áttunda bikarmeistaratitli Fram í hús lék Almarr á alls oddi. Hann gerði mörk Fram á 64′ og 88′ mínútu í leik sem vannst í vítaspyrnukeppni," segir í tilkynningu Fram.

Í kjölfarið á tímabilinu 2013 hefur hann leikið með KR, uppeldisfélaginu KA, Fjölni og gekk svo í raðir Vals fyrir síðasta tímabil og skrifaði undir tveggja ára samning. Í sumar hafði hann komið við sögu í fjórum leikjum með Val í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner