Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Bissouma hreinsaður af ásökunum
Yves Bissouma
Yves Bissouma
Mynd: Tottenham Hotspur
Yves Bissouma, nýr leikmaður Tottenham Hotspur á Englandi, var í dag hreinsaður af ásökunum um að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi á skemmtistað í Brighton á síðasta ári en þetta segir talsmaður lögreglunnar í Sussex í samtali við Daily Mail.

Bissouma, sem er 25 ára, var þá handtekinn á skemmtistað í október á síðasta ári ásamt öðrum karlmanni á fimmtugsaldri vegna gruns um að hafa kynferðislega brotið á konu en þeir voru færðir til yfirheyrslu og hafa gengið lausir gegn tryggingu.

Það var síðan framlengt fram í janúar en síðast í apríl kom tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að Bissouma þyrfti ekki að vera laus gegn tryggingu en myndi halda áfram að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins.

Hann gekk í raðir Tottenham á dögunum frá Brighton fyrir 25 milljónir punda og veltu margir stuðningsmenn fyrir sér af hverju félagið væri að kaupa leikmann sem væri enn undir rannsókn lögreglu.

Talsmaður lögreglunnar í Sussex staðfesti hins vegar í dag að Bissouma væri laus allra mála og væri ekki lengur undir rannsókn og hefur hann því verið hreinsaður af öllum ásökunum.

Hinn maðurinn, sem eins og áður segir er á fimmtugsaldri, er áfram til rannsóknar en hann er laus gegn tryggingu til 4. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner