Það fóru þrír leikir fram í 5. deild karla í gær og tveir leikir í utandeildarkeppni KSÍ.
Smári og Uppsveitir sigruðu leiki sína í A-riðli í gær þar sem sigur Uppsveita kom gríðarlega á óvart.
Uppsveitir tóku á móti toppliði Álafoss sem mætti á Laugarvatn með fullt hús stiga og var staðan 2-2 eftir jafnan fyrri hálfleik. Leikurinn var áfram jafn og var staðan orðin 3-3 þegar Alfonso David Porras Nino lét til skarar skríða.
Alfonso skoraði þrennu á lokakafla leiksins til að tryggja Uppsveitum afar óvæntan 6-3 sigur. Álafoss er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar, með 18 stig eftir 7 umferðir, á meðan Uppsveitir eru um miðja deild með 9 stig.
Smári er í þriðja sæti með 11 stig eftir sigur gegn Herði á Ísafirði.
B-riðillinn er talsvert jafnari en þar náði Spyrnir í jafntefli gegn toppliði RB í ótrúlega spennandi viðureign. RB leiddi með einu marki en Spyrnir náði að jafna metin eftir að leikmaður RB hafði verið rekinn af velli lokatölur 3-3.
Spyrnir fylgir fast á eftir RB og KFR á toppi riðilsins og eru aðeins þremur stigum á eftir RB á toppi riðilsins en KFR og Spyrnir eiga þó leik til góða.
Að lokum sigruðu Afríka og KB leiki sína í utandeildinni, en til gamans má geta að Afríka kláraði sinn leik einum leikmanni færri á meðan KB var tveimur mönnum færri stærsta hluta seinni hálfleiksins.
Afríka deilir toppsæti utandeildarinnar með Hömrunum, með 12 stig eftir 5 umferðir. KB er með 6 stig eftir 3 umferðir.
Hörður Í. 1 - 2 Smári
0-1 Alexander Fannberg Gunnarsson ('12 , Mark úr víti)
1-1 Sigurður Arnar Hannesson ('16 )
1-2 Kristján Gunnarsson ('43 )
Uppsveitir 6 - 3 Álafoss
1-0 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('31 )
1-1 Davíð Ívarsson ('33 )
1-2 Patrekur Orri Guðjónsson ('44 )
2-2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('45 )
3-2 Pétur Geir Ómarsson ('49 , Mark úr víti)
3-3 Andri Hrafn Sigurðsson ('69 )
4-3 Alfonso David Porras Nino ('82 )
5-3 Alfonso David Porras Nino ('89 )
6-3 Alfonso David Porras Nino ('91)
Spyrnir 4 - 3 RB
1-0 Eyþór Atli Árnason ('8 )
1-1 Gerald Breki Einarsson ('24 )
1-2 Jakub Cukrowski ('32 )
2-2 Arnór Snær Magnússon ('42 )
2-3 Jakub Cukrowski ('47 )
3-3 Eyþór Atli Árnason ('58 )
Rautt spjald: Sinan Soyturk, RB ('53)
Utandeild
Fálkar 1 - 2 Afríka
0-1 Cristian Andres Catano ('9 )
0-2 Cristian Andres Catano ('31 )
1-2 Steinar Gauti Örnuson Dagsson ('49 )
Rautt spjald: Nafe Brahim Brahim, Afríka ('90)
Neisti D. 1 - 3 KB
0-1 Chalee Mohtua ('16 )
1-1 Haraldur Sigurjónsson ('23 )
1-2 Aron Jarl Davíðsson ('44 , Mark úr víti)
1-3 Þórarinn Þórarinsson ('65 )
Rautt spjald: Aakash Gurung , KB ('45)
Rautt spjald: Kristófer Bæring Sigurðarson , KB ('70)
5. deild karla - A-riðill
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Álafoss | 9 | 7 | 0 | 2 | 30 - 21 | +9 | 21 |
2. Skallagrímur | 9 | 6 | 1 | 2 | 31 - 16 | +15 | 19 |
3. Smári | 9 | 4 | 3 | 2 | 34 - 14 | +20 | 15 |
4. Hörður Í. | 10 | 4 | 2 | 4 | 30 - 15 | +15 | 14 |
5. Léttir | 10 | 4 | 2 | 4 | 31 - 24 | +7 | 14 |
6. KM | 9 | 4 | 1 | 4 | 17 - 14 | +3 | 13 |
7. Uppsveitir | 10 | 4 | 1 | 5 | 21 - 22 | -1 | 13 |
8. Reynir H | 10 | 0 | 0 | 10 | 7 - 75 | -68 | 0 |
5. deild karla - B-riðill
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KFR | 9 | 7 | 1 | 1 | 25 - 14 | +11 | 22 |
2. Spyrnir | 10 | 5 | 2 | 3 | 36 - 24 | +12 | 17 |
3. BF 108 | 8 | 4 | 2 | 2 | 20 - 12 | +8 | 14 |
4. RB | 8 | 4 | 2 | 2 | 19 - 15 | +4 | 14 |
5. Úlfarnir | 9 | 3 | 2 | 4 | 25 - 29 | -4 | 11 |
6. SR | 10 | 2 | 3 | 5 | 27 - 39 | -12 | 9 |
7. Þorlákur | 9 | 2 | 2 | 5 | 16 - 28 | -12 | 8 |
8. Stokkseyri | 9 | 2 | 0 | 7 | 18 - 25 | -7 | 6 |
Utandeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Hamrarnir | 7 | 6 | 0 | 1 | 38 - 5 | +33 | 18 |
2. Afríka | 7 | 5 | 0 | 2 | 20 - 9 | +11 | 15 |
3. KB | 5 | 4 | 0 | 1 | 10 - 6 | +4 | 12 |
4. Boltaf. Norðfj. | 7 | 3 | 0 | 4 | 13 - 17 | -4 | 9 |
5. Einherji | 6 | 2 | 0 | 4 | 12 - 22 | -10 | 6 |
6. Neisti D. | 7 | 2 | 0 | 5 | 6 - 29 | -23 | 6 |
7. Fálkar | 7 | 1 | 0 | 6 | 9 - 20 | -11 | 3 |
Athugasemdir