fös 29. júlí 2022 17:20
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur dæmir Þjóðhátíðarleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir verða í Bestu deildinni um verslunarmannahelgina og báðir verða þeir klukkan 14 á morgun. Á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Keflavík hinn svokallaða Þjóðhátíðarleik.

Þorvaldur Árnason dæmir leikinn og nýtur aðstoðar Eysteins Hrafnkelssonar og Antoníusar Bjarka Halldórssonar á línunum. Guðmundur Páll Friðbertsson er fjórði dómari.

Þá mætast Stjarnan og Víkingur, liðin í fjórða og öðru sæti. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir þann leik, Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson eru aðstoðardómarar og Helgi Mikael Jónasson fjórði dómari.

Jóhann Ingi dæmir í Finnlandi
Þá má geta þess að Jóhann Ingi Jónsson og aðstoðardómarinn Kristján Már Ólafs munu dæma leik PK 35-TPS næsta fimmtudag í næst efstu deild í Finnlandi.

Norræn dómaraskipti hófust árið 2005 og er tilgangur þeirra að auka þekkingu og reynslu dómara. Í ár dæma íslenskir dómarar í Finnlandi og Færeyjum. Egill Arnar Sigþórsson og aðstoðardómarinn Eysteinn Hrafnkelsson dæmdu leik B68 og HB í efstu deild í Færeyjum þann 2. júlí.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner