Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   lau 29. júlí 2023 21:19
Anton Freyr Jónsson
Blikar hafi fallið í gildru Stjörnunnar - „Einn lélegasti hálfleikur okkar í sumar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu 45 mínúturnar eru örugglega lélegastu, lélegasta hlaup sem við höfum átt í sumar og við féllum í gildruna hjá þeim" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

„Þeir mættu til leiks til að koma boltanum hratt upp, brjóta á okkur þegar þeir gætu og mér fannst við ekki svara þeim og þetta var bara svona pínu soft og ekki klárir í það en svo í seinni hálfleik fannst mér við gera meira en nóg til þess að vinna leikinn."

Mikið leikjaálag er hjá Breiðablik um þessar mundir. Fann Óskar Hrafn eitthvað þreytu merki á liðinu í dag?

„Já, það voru nokkrir menn orðnir mjög þreyttir, menn sem að hafa spilað mikið eru auðvitað orðnir þreyttir og eins og eðlilegt er en það er nægur tími í næsta leik."

Breiðablik er að fara til Kaupmannahafnar og mæta FCK í seinni leik þessara liði og má búast við allt öðrum leik en á Kópavogsvelli á þriðjudaginn síðasta. Hvernig ætla Blikar að nálgast verkefnið á Parken?

„Bara nákvæmlega eins og við nálguðumst þann leik, við ætlum að mæta þeim hátt, við ætlum að pressa þá og þora að halda boltanujm og vara þolinmóðir með boltann og það er eina leiðin fyrir okkur til að vera betri í því sem við erum að gera."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner