Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   lau 29. júlí 2023 21:19
Anton Freyr Jónsson
Blikar hafi fallið í gildru Stjörnunnar - „Einn lélegasti hálfleikur okkar í sumar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu 45 mínúturnar eru örugglega lélegastu, lélegasta hlaup sem við höfum átt í sumar og við féllum í gildruna hjá þeim" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

„Þeir mættu til leiks til að koma boltanum hratt upp, brjóta á okkur þegar þeir gætu og mér fannst við ekki svara þeim og þetta var bara svona pínu soft og ekki klárir í það en svo í seinni hálfleik fannst mér við gera meira en nóg til þess að vinna leikinn."

Mikið leikjaálag er hjá Breiðablik um þessar mundir. Fann Óskar Hrafn eitthvað þreytu merki á liðinu í dag?

„Já, það voru nokkrir menn orðnir mjög þreyttir, menn sem að hafa spilað mikið eru auðvitað orðnir þreyttir og eins og eðlilegt er en það er nægur tími í næsta leik."

Breiðablik er að fara til Kaupmannahafnar og mæta FCK í seinni leik þessara liði og má búast við allt öðrum leik en á Kópavogsvelli á þriðjudaginn síðasta. Hvernig ætla Blikar að nálgast verkefnið á Parken?

„Bara nákvæmlega eins og við nálguðumst þann leik, við ætlum að mæta þeim hátt, við ætlum að pressa þá og þora að halda boltanujm og vara þolinmóðir með boltann og það er eina leiðin fyrir okkur til að vera betri í því sem við erum að gera."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner