Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 09:20
Elvar Geir Magnússon
Woltemade á leið til Newcastle - Isak málið að leysast?
Woltemade er á leið til Newcastle.
Woltemade er á leið til Newcastle.
Mynd: EPA
„Það er ekki mikið að segja en þetta lítur vel út. Þetta er að þróast í rétta átt og ég er bjartsýnn, en get ekki staðfest neitt," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

Newcastle virðist vera að landa þýska framherjanum Nick Woltemade frá Stuttgart en talið er að það liðki fyrir því að leysa hnútinn varðandi Alexander Isak.

„Við höfum í allt sumar verið að reyna að fá inn sóknarmann og það virðist vera að færast nær. Ég get ekkert tjáð mig um framtíð Alexander Isak, hún er ekki í mínum höndum og ég hef einbeitt mér að því að styrkja hópinn," segir Howe.

Isak er ákveðinn í því að fara til Liverpool og ef Newcastle bætir við sóknarmanni aukast líkurnar á því að félagið sé tilbúið að selja sænska sóknarmanninn.

Woltemade er 23 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Þýskalands. Newcastle greiðir rétt tæplega 70 milljónir punda til að kaupa þennan hávaxna framherja sem er rétt undir 2 metrar á hæð. Hann hefur verið orðaður við Bayern München í allt sumar.
Athugasemdir
banner