Aukaþáttur af Innkastinu
Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vals, mætti í langt og gott spjall við Innkastið eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.
Magnús Már Einarsson og Gunnar Birgisson ræddu við hann á Hlíðarenda með Íslandsmeistarabikarinn sjálfan.
Eiður Aron var á einlægu nótunum í spjallinu og opnaði sig meðal annars um það að hann hafi verið kominn í skuldir vegna spilafíknar á tíma sínum í atvinnumennsku erlendis. Eiður spilaði póker fram á nótt og það hafði áhrif á frammistöðu hans á vellinum.
Magnús Már Einarsson og Gunnar Birgisson ræddu við hann á Hlíðarenda með Íslandsmeistarabikarinn sjálfan.
Eiður Aron var á einlægu nótunum í spjallinu og opnaði sig meðal annars um það að hann hafi verið kominn í skuldir vegna spilafíknar á tíma sínum í atvinnumennsku erlendis. Eiður spilaði póker fram á nótt og það hafði áhrif á frammistöðu hans á vellinum.
Eiður gekk til liðs við Val fyrir einu og hálfu ári síðan og fékk hjálp frá Hlíðarendafélaginu við að vinna sig út úr vandamálunum.
Í viðtalinu útskýrir Eiður einnig af hverju hann vill ekki fara aftur til Norðurlandanna, talar um magnaða hálfleiksræðu Óla Jó í dag, kjaft á Nicklas Bendtner, ÍBV lagið og margt fleira.
Magnað spjall sem hægt er að hlusta á hér.
Sjá einnig:
Innkastið - Lokahóf á Hlíðarenda
Athugasemdir