Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 29. september 2020 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Dortmund hafnaði 100 milljónum frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Borussia Dortmund hafi hafnað 100 milljón evra tilboði frá Manchester United í ungstirni sitt Jadon Sancho.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Sancho undanfarnar vikur en hann er ekki í leikmannahópi Borussia Dortmund sem mætir FC Bayern í leiknum um þýska Ofurbikarinn annað kvöld. Það er þó aðeins vegna smávægilegra veikinda.

Dortmund hefur ávalt sagst vilja fá rétt tæpar 120 milljónir evra fyrir Sancho og gaf væntanlegum kaupendum frest til 10. ágúst til að ganga frá kaupum á honum. Sú dagsetning er löngu liðin og hefur þýska félagið síðan þá sagt að ungstirnið sé ekki til sölu sama hversu hátt tilboð berst.

Sancho hefur skorað 29 mörk og lagt upp 34 í síðustu 66 deildarleikjum sínum með Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner