De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 29. september 2023 23:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag um meiðslin: Leikmenn höndla þetta ekki lengur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er einn af fjölmörgum innan fótboltaheimsins sem heimta breytingar á skipulagsmálum - sérstaklega leikjafyrirkomulaginu.

Menn eru almennt sammála um að það sé alltof mikið leikjaálag á fótboltamönnum enda eru meiðsli gríðarlega tíð í íþróttinni. Til að mynda eru 112 leikmenn fjarverandi vegna meiðsla eftir svo lítið sem sex umferðir af úrvalsdeildartímabilinu á Englandi. Það er um 15-20% af öllum leikmönnum deildarinnar.

Ten Hag telur leikjaálagið vera byrjað að segja til sín strax á upphafi nýs tímabils enda eru hvorki meira né minna en átta leikmenn liðsins fjarverandi vegna meiðsla. Rauðu djöflarnir eiga heimaleik gegn Crystal Palace á morgun, tæpum fjórum dögum eftir að liðin áttust við, einnig á Old Trafford, í deildabikarnum.

„Það var HM á miðju tímabili og þar af leiðandi var tímabilið lengt. Svo er Þjóðadeildin inn á milli og leikmenn fá styttra sumarfrí fyrir vikið. Það er alltaf verið að finna nýja leiðir til að auka leikjaálagið, þetta gengur ekki lengur," sagði Ten Hag. „Ég og kollegar mínir höfum bent á þetta oft áður en það virðist ekki skipta neinu máli.

„Leikmenn geta ekki höndlað þetta lengur og ég held að það sé ástæðan fyrir öllum þessum meiðslum í leikmannahópinum hérna."


Margir leikmenn úr toppliðum í Evrópu spiluðu gífurlegt magn leikja á síðustu leiktíð og fengu svo aðeins fjögurra vikna sumarfrí eftir að Þjóðadeildinni lauk 18. júní og undirbúningstímabilið hófst svo í fyrrihluta júlí.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 11 3 1 31 12 +19 36
2 Liverpool 14 9 4 1 32 14 +18 31
3 Man City 14 9 3 2 36 16 +20 30
4 Aston Villa 14 9 2 3 33 20 +13 29
5 Tottenham 14 8 3 3 28 20 +8 27
6 Newcastle 14 8 2 4 32 14 +18 26
7 Man Utd 14 8 0 6 16 17 -1 24
8 Brighton 14 6 4 4 30 26 +4 22
9 West Ham 14 6 3 5 24 24 0 21
10 Chelsea 14 5 4 5 25 22 +3 19
11 Brentford 14 5 4 5 22 19 +3 19
12 Wolves 15 5 3 7 20 25 -5 18
13 Crystal Palace 14 4 4 6 14 19 -5 16
14 Fulham 14 4 3 7 16 26 -10 15
15 Nott. Forest 14 3 4 7 16 22 -6 13
16 Bournemouth 14 3 4 7 16 30 -14 13
17 Luton 15 2 3 10 14 28 -14 9
18 Everton 14 5 2 7 15 20 -5 7
19 Burnley 15 2 1 12 15 33 -18 7
20 Sheffield Utd 14 1 2 11 11 39 -28 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner