Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Óvænt tap hjá Sveindísi - Dagný spilaði í jafntefli gegn Liverpool
Wolfsburg hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins
Wolfsburg hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg töpuðu óvænt fyrir Eintracht Frankfurt, 3-0, í þýsku deildinni í dag.

Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum hjá Wolfsburg í stöðunni 3-0 .

Liðið fékk færin til að skora í leiknum en nýtti ekki. Wolfsburg er með aðeins sjö stig úr fyrstu fjórum leikjunum, fimm stigum á eftir toppliði Bayern München.

Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn í liði West Ham sem náði í sitt fyrsta stig í ensku WSL-deildinni með því að gera 1-1 jafntefli við Liverpool í Lundúnum.

Þá lék María Þórisdóttir allan leikinn með Brighton sem tapaði naumlega fyrir Manchester City, 1-0, í Manchester. Bunny Shaw gerði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.
Athugasemdir
banner
banner
banner