Sonur Dagnýjar Brynjarsdóttur, fyrirliða West Ham, fékk að upplifa draum margra ungra stuðningsmanna þegar hann leiddi Jarrod Bowen, fyrirliða karlaliðsins, inna í leik gegn Manchester United um helgina.
Eins og vaninn er fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni og í mörgum öðrum deildum víðs vegar um heiminn þá fá krakkar að leiða hetjur sínar inn á völlinn fyrir leiki.
West Ham-fjölskyldan er mjög samheldin og um helgina fékk Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, að leiða enska leikmanninn Bowen fyrir leikinn gegn United.
Enska félagið birti myndir af því þegar Brynjar labbar með Bowen inn á völlinn, en sá stutti var himinlifandi eins og sást á myndunum.
„Félagið okkar,“ skrifar síðan Dagný á X í færslu sinni.
Ekki skemmdi það fyrir Brynjari og fjölskyldu að West Ham vann Man Utd, 2-1, með umdeildu vítaspyrnumarki í uppbótartíma.
Our Club ???????? https://t.co/aa7jUFk3Az
— Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 29, 2024
Athugasemdir