Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 29. nóvember 2021 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Ferdinand um Carragher: Erfitt að hlusta þegar hann talar um titla
Rio Ferdinand
Rio Ferdinand
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, sparkspekingur á BT Sport, skaut föstum skotum á Jamie Carragher á Twitter í dag en hann sagðist ekki hlusta á kappann þegar hann ræðir um að vinna deildartitla.

Ferdinand vann deildina sex sinnum með Manchester United á meðan Carragher vann aldrei deildaritil með Liverpool.

Þeir eru báðir sparkspekingar í gær en Carragher reifst við Roy Keane um Cristiano Ronaldo eftir 1-1 jafnteflið gegn Chelsea.

Ronaldo byrjaði á bekknum og rökræddu þeir Keane og Carragher um hlutverk hans. Carragher vildi meina að Ronaldo hafi verið keyptur til að vinna titil núna en Keane telur að það hafi ekki verið ástæðan heldur til að vinna bikarkeppni og koma peningum inn í félagið.

Ferdinand leiddist það að hlusta á Carragher tala um titla í ljósi þess að hann hefur aldrei unnið slíkan.

„Carragher ætti að ekki að vera að tala um að vinna titla því honum hefur aldrei tekist það."

„Hann veit ekki hvað það þýðir og hvernig á að gera það. Hann hefur aldrei náð að gera það með liði og þannig mér finnst erfitt að hlusta á hann tala það með sannfæringu um hvernig á að gera það. Ég slekk á hljóðinu þegar ég heyri hann tala um þetta,"
sagði Ferdinand og svaraði Carragher um hæl.

„Ég var ekki að tala um titla heldur um skipti Ronaldo til United sem þú varst blandaður inn í. Ég hef aldreið unnið ensku úrvalsdeildina en Sky hefur gaman af skoðunum mínum. Þú vannst aldrei titil fyrir annan stjóra en Sir Alex Ferguson og eftir að þú hættir að vinna deildina þá reyndir þú að komast til Chelsea þannig vinsamlegast hættu þessu, stuðningsmaður United númer eitt," sagði Carragher.


Athugasemdir
banner
banner
banner