Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane um Man Utd: Voru aldrei að fara að hringja í mig
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefði verið tilbúinn að taka við liðinu tímabundið - hefði hann verið beðinn um það.

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum liðsfélagi Keane, var rekinn um síðustu helgi og voru fjölmargir stjórar orðaðir við starfið. Það er útlit fyrir að það verði Ralf Rangnick sem fái starfið.

Það hafa einhverjir stuðningsmenn Man Utd kallað eftir því að fá Keane í starfið og hann hefði verið til í það, en hann fékk aldrei símtalið.

„Þeir voru aldrei að fara að hringja í mig. Það var aldrei að fara að gerast," sagði Keane á Sky Sports.

„Ég hef áður þjálfað í ensku úrvalsdeildinni og ég hefði verið tilbúinn í þetta, en þetta var aldrei að fara að gerast."

Keane er þekktur fyrir að vera mjög harður í horn að taka og hann er kannski ekki karakter sem er heillandi fyrir nútímafótboltamenn að vinna með.

Hann byrjaði þjálfaraferil sinn hjá Sunderland og stýrði svo Ipswich. Síðast var hann aðstoðarþjálfari hjá Nottingham Forest og írska landsliðinu.

„Fólk gleymir því að ég hef þjálfað áður og stóð mig ágætlega með Sunderland í úrvalsdeildinni," sagði Keane jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner