Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 29. nóvember 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lineker: Þessar reglur um hendi eru alveg fáránlegar
Mynd: EPA

Vítið sem Portúgal fékk undir lok leiksins gegn Úrúgvæ í gær er ansi umdeilt en vítið var dæmt eftir að varnarmaðurinn Jose Maria Gimenez fékk boltann í höndina.


Breski miðillinn Mirror greinir frá því að í reglunum sagði áður að ef boltinn færi í höndina sem leikmaðurinn notar til að  til að verja líkamann fyrir falli er það ekki víti.

En nú sé búið að breyta því og það sé brot í dag, því hafi þessi vítaspyrnudómur verið réttur.

Gary Lineker er alveg hættur að skilja þetta.

„Þetta er hendi núna segiru? Fótbolti er að ganga í gengum fáránlegt tímabil. Alveg blindfullur og maður vonar bara að hann verði edrú einhverntíman. Þetta meikar engan sens nema fyrir bligðunarlausa fávita, Þessar reglur um hendi eru alveg fáránlegar," skrifaði Lineker á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner