Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. nóvember 2022 12:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku þurfti að stíga inn í þegar þrír af liðsfélögunum rifust
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Belgía hefur spilað mjög illa í upphafi heimsmeistaramótsins hingað til. Þeir voru mjög slakir í 1-0 sigri gegn Kanada í fyrstu umferð og töpuðu svo gegn Marokkó síðasta sunnudag.

Þrátt fyrir slaka frammistöðu Belga er ljóst að þeir tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Króötum í lokaumferð riðlakeppninnar.

Andinn í hópnum fyrir þann leik virðist hins vegar ekki vera neitt sérlega góður.

RTL í Belgíu segir frá því að það hafi orðið mikið rifrildi í klefanum á milli Jan Vertonghen, Eden Hazard og Kevin De Bruyne en leikmenn eru búnir að vera að skjóta á hvorn annan í gegnum fjölmiðla.

Samkvæmt belgískum fjölmiðlum þá þurfti Romelu Lukaku, sóknarmaður liðsins, að aðskilja þremenningana er þeir rifust heiftarlega.
Athugasemdir
banner
banner