Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 30. janúar 2025 22:49
Kári Snorrason
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Gylfi spilaði allan leikinn í kvöld.
Gylfi spilaði allan leikinn í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Arnar Gunnlaugsson hefur heyrt í Gylfa.
Arnar Gunnlaugsson hefur heyrt í Gylfa.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Gylfi Þór spilaði allan leikinn í 3-0 tapi gegn KR í úrslitum Reykjavíkurmótsins. Gylfi segir líkamann vera í góðu standi og hann horfi á landsliðsgluggan í mars.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  3 KR

„Ég hef verið að æfa gríðarlega mikið. Kannski ekki 100% einbeiting að vera ferskastur í leikjunum. Líkaminn er í fínu standi, hef ekki misst úr neinum æfingum."

„Ég er aðallega að horfa hvar ég er í hverri viku hvern dag, síðan sjáum við hvað gerist. Auðvitað horfir maður á landsliðsverkefnin en einbeitingin mín er á æfingar og að koma mér í stand."

„Arnar er með góða áru í kringum sig, drífur leikmenn áfram. Búinn að gera frábæra hluti með Víking síðustu ár. Ég held að hann eigi eftir að gera góða hluti."

Gylfi hefur heyrt í Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara.

„Við höfum spjallað saman um hitt og þetta. Samband okkar hefur ekkert breyst þó að hann sé orðinn landsliðsþjálfari. Ég hef hitt hann og spjallað við hann þannig að það hefur ekkert breyst."

Athugasemdir
banner