Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. mars 2020 16:36
Elvar Geir Magnússon
Grealish biðst afsökunar - Fær refsingu frá Aston Villa
Grealish biðst afsökunar.
Grealish biðst afsökunar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Twitter
Aston Villa hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segir það mikil vonbrigði að fyrirliðinn Jack Grealish hafi óhlýðnast fyrirmælum yfirvalda og brotið gegn útgöngubanni.

Grealish hefur sjálfur beðist afsökunar á hegðun sinni og mun Aston Villa sekta leikmanninn. Sektin mun renna til góðgerðarsamtaka í Birmingham.

Í myndbandsskilaboðum á Twitter segist Grealish skammast sín fyrir heimskulegar gjörðir sínar. Hann hafi gert mistök með því að þiggja heimboð frá vini sínum um helgina.

Grealish fór í gleðskap á laugardagskvöld og lenti svo í umferðaróhappi í kjölfarið þegar hann klessti bílinn sinn. Hann hvarf svo af vettvangi áður en lögreglan kom

Sjá einnig:
„Skammastu þín!" - Grealish fær að heyra það frá Piers Morgan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner