Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. mars 2023 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gundogan á eftir að taka ákvörðun
Gundogan á 53 mörk í 290 leikjum með Man City.
Gundogan á 53 mörk í 290 leikjum með Man City.
Mynd: EPA

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan er ekki búinn að taka ákvörðun varðandi framtíðina þrátt fyrir orðróm sem segir hann vera búinn að semja við Barcelona.


Gundogan er 32 ára gamall og með 290 leiki að baki fyrir enska stórveldið Manchester City, þar sem hann hefur unnið til ótal titla.

Samningur hans við Englandsmeistarana rennur út í sumar og ætlar þessi þýski landsliðsmaður að bíða með að taka ákvörðun.

„Ekkert samkomulag hefur náðst við neitt félag," segir Ilhan Gundogan, frændi og umboðsmaður Ilkay. „Ilkay er ekkert að spá í þessum sögusögnum, hann hefur verið alltof upptekinn undanfarnar vikur.

„Hann er einbeittur að því að spila fyrir City og svo var hann að eignast son. Öll hans orka fer í þau verkefni.

„Það er allt óákveðið varðandi næsta tímabil."


Athugasemdir
banner
banner