Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. mars 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halldór Orri í KFG (Staðfest) - „Fann hvað þetta var gaman"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri Björnsson hefur fengið félagaskipti í KFG frá Stjörnunni, KFG er venslafélag Stjörnunnar. Halldór Orri lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2021 en hefur tekið þá af hillunni og ætlar að verða til taks með KFG í leikjum í sumar.

Fótbolti.net ræddi við hinn 36 ára gamla Halldór í dag.

„Ég verð til taks í sumar, er búinn að æfa með KFG síðustu 3-4 vikur og hafa gaman af. Þeir spurðu hvort ég vildi ekki skipta yfir og vera til taks eitthvað í sumar," sagði Halldór Orri.

„Nei, ekki öllum leikjum. En ég er klárlega spenntur að taka þátt í þeim leikjum sem ég næ að taka þátt í, en það verða alls ekki allir leikirnir. Ég þekki þjálfarana Björn og Kristján mjög vel og þeir eru meðvitaðir um stöðuna, allt er gert í góðri samvinnu."

„Nei,"
sagði Halldór Orri og hló þegar hann var spurður hvort standið væri í topplagi. „Ég er að vinna í því. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í langan tíma, en fann hvað þetta var gaman þegar ég byrjaði að mæta með þeim. Þetta kemur hægt og rólega."

„Það er eitt og hálft ár síðan ég hætti og ég átti geggjað frí sumar síðasta sumar, ef svo má að orði komast - mjög frelsandi að vera laus við skuldbindinguna sem fótboltinn felur í sér. En þetta er ógeðslega gaman þegar maður er byrjaður að mæta aftur. Það verður bara stuð hjá KFG í sumar!"
sagði Halldór Orri að lokum.

KFG verður í 2. deild á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner