Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 30. apríl 2021 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segir Cavani ætla að vera áfram hjá Man Utd
Moises Llorens, virtur spænskur fréttamaður sem starfar fyrir ESPN, heldur því fram að úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani ætli að vera áfram hjá Manchester United á næstu leiktíð.

Cavani er 34 ára gamall og rennur út á samningi í sumar. Hann var orðaður sterklega við Boca Juniors þar sem hann var talinn ekki vilja vera áfram í Manchester.

Sú skoðun hans hefur breyst eftir gott gengi Rauðu djöflanna. Cavani hefur verið í stuði að undanförnu og átti stórleik í 6-2 sigri gegn Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í vikunni.

Cavani er kominn með fimm mörk í síðustu fimm leikjum með Man Utd eftir að hafa aðeins gert sjö mörk í fyrstu 28 leikjunum.

Moises heldur því fram að þessar fregnir verði staðfestar í næstu viku. Cavani mun spila annað ár hjá Rauðu djöflunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner