Grótta er á miklu skriði í 2. deild eftir sigur á Haukum í kvöld.
Haukar voru líklegri í fyrri hálfleik en Grótta stóð vaktina vel í vörninni og staðan var markalaus eftir 45 mínútur.
Grótta náði forystunni strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Grímur Ingi Jakobsson skoraði með góðu skoti úr teignum. Grótta vildi fá víti stuttu síðar þegar Axel Sigurðarson féll í teignum en ekkert dæmt.
Marciano Aziz var síðan nálægt því að tvöfalda forystu Gróttu en Heiðar Máni Hermannsson í marki Hauka varði vel frá honum.
Haukar héldu að þeir hefðu jafnað metin en Brynjar Þór Elvarsson, dómari leiiksins, dæmdi aukaspyrnu. Það var síðan Axel sem innsiglaði sigur Gróttu.
Grótta hefur ekki tapað í síðustu átta leikjum og er komið upp fyrir Hauka í 3. sæti með 19 stig en Haukar eru í 4. sæti með 17 stig.
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ægir | 10 | 7 | 2 | 1 | 27 - 12 | +15 | 23 |
2. Þróttur V. | 10 | 7 | 1 | 2 | 17 - 9 | +8 | 22 |
3. Grótta | 10 | 5 | 4 | 1 | 19 - 12 | +7 | 19 |
4. Haukar | 10 | 5 | 2 | 3 | 15 - 14 | +1 | 17 |
5. Dalvík/Reynir | 10 | 5 | 1 | 4 | 14 - 11 | +3 | 16 |
6. Víkingur Ó. | 10 | 3 | 4 | 3 | 19 - 14 | +5 | 13 |
7. KFG | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 18 | -2 | 13 |
8. Kormákur/Hvöt | 10 | 4 | 0 | 6 | 11 - 18 | -7 | 12 |
9. KFA | 10 | 3 | 2 | 5 | 22 - 20 | +2 | 11 |
10. Kári | 10 | 3 | 0 | 7 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Víðir | 10 | 2 | 2 | 6 | 10 - 15 | -5 | 8 |
12. Höttur/Huginn | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 26 | -15 | 6 |
Athugasemdir