
Í gær voru að klárast þættirnir Systraslagur á RÚV þar sem fjallað er um sögu íslenska kvennalandsliðsins.
Natasha Anasi, sem er á sínu fyrsta stórmóti með Íslandi, sagði frá því í samfélagsmiðlamyndbandi KSÍ á dögunum að hún væri að horfa á þættina á ferðalagi íslenska liðsins til Serbíu þar sem þær voru í æfingabúðum.
Natasha Anasi, sem er á sínu fyrsta stórmóti með Íslandi, sagði frá því í samfélagsmiðlamyndbandi KSÍ á dögunum að hún væri að horfa á þættina á ferðalagi íslenska liðsins til Serbíu þar sem þær voru í æfingabúðum.
„Þetta er ótrúlega flott og svo skemmtilegt að fylgjast með. Þú heyrir um allar þessar goðsagnir og að sjá hvernig þær voru er ótrúlega flott," sagði Natasha í viðtali við Fótbolta.net á dögunum en hún var spurð út í Systraslag.
„Ég byrjaði að horfa áður en við fórum í loftið og ég gat ekki hætt. Ég keypti net og horfði á restina."
„Þær settu 'standardinn' fyrir okkur og byrjuðu þetta. Það er ótrúlega flott að hafa þær sem fyrirmyndarnir okkar. Vonandi getum við haldið áfram að byggja á því sem þær gerðu fyrir okkur."
Natasha, sem er upprunalega frá Bandaríkjunum, fékk ríkisborgararétt 2019 og hefur spilað níu A-landsleiki fyrir Ísland.
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir