Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 30. júní 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dramatískur sigur Brann í Íslendingaslag - Arnór Ingvi lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brann og Sandefjord mættust í Íslendingaslag í norsku deildinni í kvöld. Með sigri gat Brann nálgast topplið Viking en Sandefjord gat komist upp í 5. sætið með sigri.

Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, bekkjaði Eggert Aron Guðmundsson eftir tap gegn Bodö/Glimt í síðustu umferð en Stefán Ingi Sigurðarson sneri aftur íbyrjunarlið Sandefjord eftir að hafa tekið út leikbann í þriðja og síðasta leiknum í 4-0 sigri gegn Haugesund í síðustu umferð.

Það stefndi í markalaust jafntefli en Brann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Eggert kom inn á og spilaði síðasta hálftímann en Stefán Ingi var tekinn af velli á 68. mínútu.

Nú er Brann í 2. sæti með 26 stig eftir 13 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir Viking og á leik til góða. Sandefjord er í 6. sæti með 18 stig eftir ellefu leiki.

Arnór Ingvi Traustason lagði upp mark Norrköping í 1-1 jafntefli gegn Djurgarden. Hann lék allan leikinn en Ísak Andri Sigurgeirsson spilaði 73 mínútur.

Daníel Tristan Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum og Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Malmö vegna meiðsla þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn toppliði Mjallby. Norrköping er í 9. sæti með 15 stig eftir þrettán leiki en Malmö er í 5. sæti með 23 stig eftir fjórtán leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner