Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   mán 30. júní 2025 15:02
Elvar Geir Magnússon
Vlahovic sagði nei við risasamningi Al-Ahli
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic, sóknarmaður Juventus, hefur hafnað risasamningi frá Al-Ahli í Sádi-Arabíu sem hefði fært honum 20 milljónir evra í árslaun.

Serbinn er kominn á lokaár samnings síns og Juventus gæti misst hann á frjálsri sölu eftir ár.

Juventus vill selja hann í sumar og forráðamenn félagsins eru væntanlega pirraðir yfir því að Vlahovic hafi ekki viljað ganga í raðir Al-Ahli. Félagið ætlar að fá Jonathan David en þyrfti helst að losa Vlahovic áður en gengið er frá því.

Vlahovic telur að ekki sé rétti tímapunkturinn á sínum ferli að yfirgefa Evrópufótboltann. Sagt er að hann hafi einnig hafnað tyrkneska félaginu Fenerbahce.
Athugasemdir
banner