Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 30. júní 2025 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Watkins á óskalista Man Utd
Mynd: EPA
Ollie Watkins, framherji Aston Villa, er á óskalista Man Utd og félagið mun skoða það að fá hann til liðs við sig ef Rasmus Höjlund yfirgefur félagið, The Athletic greinir frá.

Man Utd er með nokkra framherja í sigtinu en félagið hefur haft samband við Aston Villa.

Það voru viðræður milli félaganna undir lok síðasta tímabils þar sem Watkins yrði mögulega hluti af félagaskiptum Marcus Rashford til Aston Villa.

Rashford var á láni hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og það var 40 milljón punda kaupákvæði í samningi hans en Rashford virðist heillaður af þeim möguleika að fara til Barcelona og ekkert varð úr því að hann færi til Aston Villa.

Man Utd er að einbeita sér að því að klára kaupin á Bryan Mbeumo frá Brentford og mun síðan einbeita sér að því að selja leikmenn til að fjármagna frekari kaup.
Athugasemdir
banner
banner
banner