Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks var sáttur með 3-0 sigur á Gróttu í Mjólkurbikar karla fyrr í kvöld.
Breiðablik er komið áfram í 8. liða úrslit eftir sigurinn.
Breiðablik er komið áfram í 8. liða úrslit eftir sigurinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Grótta
„Mjög sáttur, fagmannleg frammistaða hjá okkur og ég er mjög stoltur af strákunum.''
Hvert var uppleggið fyrir leikinn?
„Við vissum að þeir myndu falla svolítið til baka svo það var mikilvægt að ná fyrsta markinu inn og við náum því í lok fyrri hálfleiks þá í seinni ákváðum við bara að halda í boltann og bíða eftir því að þeir færu að hreyfa sig, svolítið tafl og um leið og þeir fóru að færa sig framar byrjuðum við að spila frammávið.''
Grótta snerti ekki boltann fyrstu 7 mínúturnar í seinni hálfleik, voru Blikar að reyna að draga þá upp völlinn?
„Nákvæmlega, þú ert búinn að leikgreina þetta í döðlur sé ég.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar svarar Höskuldur meðal annars spurningum varðandi stöðuna sem hann spilar og ástandið í þjóðfélaginu.
Athugasemdir