Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 30. júlí 2020 11:20
Magnús Már Einarsson
Lagt til að öllum leikjum á Íslandi verði frestað til 10. ágúst
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu kynntu yfirvöld á Íslandi hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Tveggja metra reglan verður ekki lengur valkvæð heldur skyldubundin.

Lagt er til að íþróttaviðburðum fullorðinna verði frestað til 10. ágúst næstkomandi.

„Við biðlum til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum um eina viku, eða til 10. ágúst," sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Hertar aðgerðir taka gildi á morgun en í kvöld eru nokkrir leikir á dagskrá, meðal annars í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Í dag var einnig tilkynnt að samkomubann miðist nú við 100 manns en ekki 500 líkt og áður. Það mun hafa áhrif á áhorfendasvæði þegar boltinn byrjar að rúlla á ný.

Engir leikir voru skipulagðir á laugardag og sunnudag en eftir helgi áttu að fara fram umferðir í öllum deildum. Útlit er fyrir að þeim verði frestað sem og leikjum sem voru skipulagðir um þarnæstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner