Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júlí 2022 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Cresswell með tvennu og Seri gerði sigurmark
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það fóru átta leikir fram í fyrstu umferð nýs tímabils í Championship deildinni og byrjuðu Blackburn, Blackpool, Cardiff, Hull og Millwall á sigrum.


Ekkert útivallarlið fór með sigur af hólmi heldur enduðu þrír leikir með jafntefli.

Miðvörðurinn Charlie Cresswell er að láni hjá Milwall frá Leeds og skoraði hann bæði mörkin í sigri gegn Stoke. 

Lewis Travis, Callum Connolly, Romaine Sawyers og Jean Michael Seri gerðu sigurmörkin í hinum leikjunum þar sem engu liði fyrir utan Millwall tókst að vinna með meira en eins marks mun.

Blackburn 1 - 0 QPR
1-0 Lewis Travis ('34 )

Blackpool 1 - 0 Reading
1-0 Callum Connolly ('9 )

Cardiff City 1 - 0 Norwich
1-0 Romaine Sawyers ('49 )
Rautt spjald: ,Perry Ng, Cardiff City ('73)
Rautt spjald: Grant Hanley, Norwich ('85)

Hull City 2 - 1 Bristol City
0-1 Andreas Weimann ('30 )
1-1 Ozan Tufan ('72 , víti)
2-1 Jean Michael Seri ('90 )

Luton 0 - 0 Birmingham

Millwall 2 - 0 Stoke City
1-0 Charlie Cresswell ('12 )
2-0 Charlie Cresswell ('65 )

Rotherham 1 - 1 Swansea
1-0 Chiedozie Ogbene ('16 )
1-1 Harry Darling ('38 )

Wigan 0 - 0 Preston NE
Rautt spjald: Ched Evans, Preston NE ('80)


Athugasemdir
banner
banner
banner