Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elneny búinn að finna sér nýtt félag
Mohamed Elneny.
Mohamed Elneny.
Mynd: Getty Images
Mohamed Elneny, fyrrum miðjumaður Arsenal, er búinn að finna sér nýtt félag en hann hefur skrifað undir samning við Al Jazira Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Egyptinn kom til Arsenal frá Basel árið 2016 og spilað alls 161 leik fyrir félagið og komið að sextán mörkum.

Á síðustu leiktíð spilaði hann 96 mínútur í sex leikjum í öllum keppnum, en hann yfirgaf Lundúnafélagið þegar samningur hans þar rann út fyrr í sumar.

Elneny vann enska bikarinn á fyrsta tímabili sínu með Arsenal og var einnig í liðinu sem komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið 2019.

Elneny er núna búinn að skrifa undir hjá Al Jazira og er hann kynntur sem „ný ofurstjarna" félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner