Mohamed Elneny, fyrrum miðjumaður Arsenal, er búinn að finna sér nýtt félag en hann hefur skrifað undir samning við Al Jazira Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Egyptinn kom til Arsenal frá Basel árið 2016 og spilað alls 161 leik fyrir félagið og komið að sextán mörkum.
Egyptinn kom til Arsenal frá Basel árið 2016 og spilað alls 161 leik fyrir félagið og komið að sextán mörkum.
Á síðustu leiktíð spilaði hann 96 mínútur í sex leikjum í öllum keppnum, en hann yfirgaf Lundúnafélagið þegar samningur hans þar rann út fyrr í sumar.
Elneny vann enska bikarinn á fyrsta tímabili sínu með Arsenal og var einnig í liðinu sem komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið 2019.
Elneny er núna búinn að skrifa undir hjá Al Jazira og er hann kynntur sem „ný ofurstjarna" félagsins.
Athugasemdir