Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mið 30. júlí 2025 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Lengjudeildin
Gabríel Aron Sævarsson kom á láni frá Blikum
Gabríel Aron Sævarsson kom á láni frá Blikum
Mynd: ÍR
Keflvíkingurinn Gabríel Aron Sævarsson þreytti frumraun sína með ÍR-ingum í 1-0 sigrinum á Selfyssingum í Lengjudeildinni í kvöld, en hann kom til félagsins á dögunum á láni frá Breiðabliki.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 ÍR

Gabríel hafði gert samkomulag við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins eftir tímabilið. Keflvíkingar tilkynntu Gabríel stuttu síðar að hann yrði ekki meira með liðinu í sumar eftir að hann samdi við Breiðablik.

Blikar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og í titilbaráttu þannig félagið taldi réttast að senda hann til ÍR á lán út tímabilið sem Gabríel var bara mjög sáttur með.

„Það er helvíti gaman og tekið vel á móti mér. Þetta er heimaklúbbur þannig tekið vel á móti manni og ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Gabríel við Fótbolta.net

Hann tjáði sig þá aðeins um þessa síðustu daga hjá Keflavík.

„Mér er tilkynnt að ég verði ekki meira í hóp hjá Keflavík eftir að ég samdi við Breiðablik á þessu tímabili og þá gerðust hlutirnir fljótt. Ég samdi við Breiðablik og þeir sögðu að það væri best fyrir mig að fara á lán og þetta var bara góður möguleiki og þekki Jóa vel, þannig þetta var fljótt gert.“

Gabríel byrjaði tímabilið mjög vel hjá Keflavík, en hætti síðan að fá að spila. Hann sýndi því þó skilning.

„Það er mín upplifun en held að það sé bara verið að prófa nýja leikmenn. Það voru framherjar sem voru mjög fínir og voru að spila sjálfir, þannig það var verið að gefa þeim séns og Mudri skoraði bara þannig ef þú skorar þá helduru áfram. Það er ekkert sem ég get sett út á Keflavík fyrir það,“ sagði Gabríel sem sagði ekkert sérstakt hafa komið upp. „Nei ekkert svoleiðis. Ég fór yfir í Breiðablik og mér var tilkynnt þetta. Ég er bara sáttur.“

Gabríel var að hugsa um að fara í háskólanám í Bandaríkjunum áður en tilboðið kom frá Blikum, en hann gat ekki hafnað einu stærsta félagi landsins.

„Ég var kominn í þá áttina að ég var að fara í skóla í Bandaríkjunum en svo kom Breiðablik á borðið og það er erfitt að segja nei við það. Stór klúbbur og helvíti sáttur við að vera með minn fókus á ÍR, gera vel og fara upp með þá."

Öll einbeiting er komin á ÍR sem tyllti sér aftur á topp Lengjudeildarinnar.

„Ég er spenntur og gaman að vera kominn í smá toppbaráttu. Það er samt bara að fókusa á næsta leik. Maður getur ekki farið yfir um sig,“ sagði hann í lokin.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 20 12 3 5 47 - 29 +18 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Völsungur 20 6 4 10 34 - 47 -13 22
8.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
9.    Selfoss 20 6 1 13 24 - 38 -14 19
10.    Grindavík 20 5 3 12 35 - 57 -22 18
11.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir
banner
banner