Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   þri 26. ágúst 2025 22:07
Kjartan Leifur Sigurðsson
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth, fyrirliði Víkinga, var kampakátur með 4-1 sigur Víkinga á Vestra en Víkingar heldur áfram að setja þrýsting á Val á toppi deildarinnar með úrslitunum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Vestri

„Þetta var nokkuð gott. Mér leið eins og Vestri væru ekki alveg líkir sjálfum sér í kjölfarið á bikarúrslitaleiknum. Við vorum góðir, skorum fjögur mörk og höldum áfram að vinna heimaleikina okkar og það er það mikilvægasta á þessum tímapunkti.

Vestri voru sannarlega ekki upp á sitt besta enda gáfu þeir allt í bikarúrslitaleikinn sem fram fór á föstudaginn.

„Ég bjóst ekki við því fyrirfram að þeir yrðu ekki upp á sitt besta. Maður býst alltaf við því að Vestri séu með gott orkustig og góðir í vörn. Við skoruðum nokkuð snemma og það gerði það verkum að við urðum nokkuð þægilegir. Við gerðum okkar í dag og það er það eina sem skiptir máli.

Nikolaj Hansen og Valdimar Þór Ingimundarson komu Víking snemma í 2-0 í dag.

„Það gaf okkur klárlega smá andrými. Það gerir leiki sem þessa auðveldari að ná inn fyrsta markinu, þá getur maður þrýst á að ná inn öðru marki og ef það tekst fær maður öryggistilfinningu. Mér líður vel og er ánægður með frammistöðu liðsins í dag.

Víkingur er í harðri toppbaráttu en eru tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

„Allir leikir eru núna eins og úrslitaleikir. Við náðum ekki í þau úrslit sem við vildum í Evrópu og nú horfum við bara á restina af leikjunum sem úrslitaleiki. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn gegn Breiðabliki.
Athugasemdir