Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
banner
   mið 27. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Tristan Guðjohnsen er í hópnum í fyrsta sinn.
Daníel Tristan Guðjohnsen er í hópnum í fyrsta sinn.
Mynd: Malmö FF
Gísli Gottskálk Þórðarson er nýliði.
Gísli Gottskálk Þórðarson er nýliði.
Mynd: EPA
„Ég er gríðarlega spenntur. Grasið er í toppstandi, nánast á heimsmælikvarða. Loksins erum við komnir með alvöru grasvöll. Núna verða áhorfendurnir að fylgja eftir, mæta og styðja okkur í þessari erfiðu baráttu sem framundan er," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.

Í hádeginu í dag var landsliðshópur tilkynntur fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar og þar á eftir er útileikur gegn Frökkum.

Það er gríðarlega mikilvægt að taka sigur gegn Aserbaídsjan í fyrsta leik, skiptir nánast öllu máli til að eiga möguleika á því að fara áfram.

„Ég er svo sammála þér. Það er erfitt að gera kröfu í alþjóðlegum fótbolta en við verðum að setja þá pressu á okkur að vinna þennan leik og stríða Frökkunum, spila góðan leik á móti þeim og þora að vera hugrakkir. Aserbaídsjan er leikur þar sem við verðum væntanlega miklu meira með boltann og við verðum að keyra á þá, búa til gryfju og fá háværan Laugardalsvöll. Við þurfum að gera þetta að óþægilegu kvöldi fyrir þá," segir Arnar.

„Þetta er föstudagskvöld og íslenska landsliðið að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM - hvað viltu meira? Þetta verður geggjað. Ég finn það eftir að hafa talað við strákana undanfarna daga að það er spenningur í hópnum. Leikmenn eru ferskir og þeim hlakkar til að mæta."

Spennandi hópur
Hópurinn er áhugaverður en það eru tveir nýliðar í honum; Daníel Tristan Guðjohnsen og Gísli Gottskálk Þórðarson.

„Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór inn á blaðamannafundinn var að líta aftur yfir listann og mér fannst hann sexý, sexý hópur einhvern veginn. Hann er ferskur og það er mikil orka í honum," sagði Arnar.

„Þessir ungu guttar sem þú nefndir hafa verið frábærir með sínum félagsliðum undir erfiðum kringumstæðum. Þeir spila fyrir félög sem eru mjög kröfuhörð og hafa byrjað tímabilið illa, en þeir hafa haldið sínu. Ég hef spilað á þessum völlum sjálfur með Víkingi og það er erfitt. Það þarf alvöru töffara, karaktera og leikmenn með stóra persónuleika til að þola þessa pressu. Ég er að velja þá af því að þeir eru góðir, ekki efnilegir."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner