Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fim 28. ágúst 2025 22:08
Snæbjört Pálsdóttir
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Þrótti í Kaplakrika í kvöld. 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar,

„Bragurinn á liðinu og frammistaðan var ekki til mikils meira heldur en að fá þessi úrslit. FH liðið átti þetta skilið, þær voru grimmari. Við vorum að ströggla, náðum ekki að ógna þeim að neinu leyti þannig það er svekkjandi að koma sér ekki inn í leikinn. 

„Maður getur verið svekktur með frammistöðuna og svekktur með úrslitin en þegar maður bara rúllar yfir þetta þá var þetta bara verðskuldað hjá FH, við vorum bara ekki nægilega grimmar.“


Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Þróttur R.

„Við erum að spila á móti liði sem að er kröftugt, er öflugt pressulið, vill hafa leikinn fram og til baka og rólegan og þær gera það mjög vel. Okkar svona plan var að reyna að kontrólera leikinn meira, það tókst ekki. Sendingar, móttökur, ákvarðanatökur með boltann voru heldur ekki góðar.“

„Við lifðum þannig séð af, 1-0 staða er alls ekki slæmt en þegar annað markið kom þá fannst mér trúin fara úr liðinu og loftið úr því og FH-ingarnir bættu við þriðja markinu. Þannig svona heilt yfir þá vorum við alltaf að elta.“

Þróttarar hafa eftir tapið í kvöld misst FH liðið aðeins frammúr sér og munar nú 6 stigum á liðunum sem sitja í 2. og 3. sæti deildarinnar. 

„Þú ert alltaf að keppa, þú ert að keppa við sjálfan þig, þú ert að keppast um að verða betri og bæta þig og svo er talið upp úr þessum fræga poka á haustin og þá sjáum við niðurstöðuna. Það þýðir ekkert að slaka á og gefast upp af því að einhverjir á einhverjum tímapunkti eru komnir fram úr þér, það eru líka einhverjir fyrir aftan þig sem eru að reyna að ná þér."

"Þetta er ekkert bara spurning um það sem gerist 2025 og hvað verður haustið 2025 heldur á hvaða leið ertu. Það er ekkert hægt sem keppnismaður að leggja bara árar í bát og gefast upp að því að maður horfir á einhverja helvítis töflu og verður fúll yfir því. Það er bara áfram gakk!“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner