Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mið 30. júlí 2025 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, segir liðið ekki hafa verið upp á sitt besta er það vann 1-0 sigur á Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  1 ÍR

Guðjón Máni Magnússon skoraði sigurmark ÍR-inga á 19. mínútu en heimamenn í Selfoss höfðu verið betri aðilinn fram að markinu.

Færanýtingin var langt frá því besta hjá ÍR sem þó tókst að taka öll stigin og tylla sér aftur á toppinn.

„Ég er mjög ánægður með að hafa komið hingað og sigrað. Þetta var drullu erfiður leikur og við vorum ekki upp á okkar besta í dag. Við fáum samt fullt af færum til að skora sem við nýtum ekki, en mjög sáttur við að sigra þegar maður á ekki alveg sinn besta leik. Ég vil hrósa Selfyssingum sem voru flottir, mikill kraftur í þeim og margir flottir strákar,“ sagði Jóhann Birnir við Fótbolta.net.

ÍR-ingar eru með 32 stig á toppnum en Jóhann sendi aðvörun á strákana að þeir þurfa að vera með augun á boltanum ef þeir ætla að koma sér upp í deild þeirra bestu.

„Við stefnum að því eins og hin liðin í baráttunni, en við vitum að við þurfum að gera töluvert betur en við gerðum í dag og þurfum að vera með augun á boltanum.“

Jóhann fór yfir taktísku skiptinguna í hálfleik og talaði einnig um félagaskiptagluggann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 20 12 3 5 47 - 29 +18 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Völsungur 20 6 4 10 34 - 47 -13 22
8.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
9.    Selfoss 20 6 1 13 24 - 38 -14 19
10.    Grindavík 20 5 3 12 35 - 57 -22 18
11.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir
banner