Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 30. ágúst 2022 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Arna mætt aftur: Átta mig alveg á stöðunni sem ég er í
Icelandair
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsararnir Arna Sif og Ásdís Karen á æfingunni í dag.
Valsararnir Arna Sif og Ásdís Karen á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir er mætt aftur í landsliðshópinn eftir nokkurra ára fjarveru. Hún fagnar því auðvitað að vera komin aftur í hópinn.

„Það er gríðarlega skemmtilegt. Það er alltaf mikill heiður að vera hluti af þessu liði. Tilfinningin er mjög góð," segir Arna Sif.

Miðvörðurinn öflugi hefur verið stórkostleg með Val í Bestu deildinni í sumar og var hún hluti af liðinu sem varð bikarmeistari síðasta laugardag.

„Við hittumst liðið og teymið í Fjósinu í Valsheimilinu. Við borðuðum mat og fögnuðum því mjög vel. Þetta var ógeðslega gaman. Þetta er eini titillinn sem ég átti eftir og ég er búin að eltast við hann lengi. Það var mjög ljúft að ná þessu markmiði."

Hef verið mjög róleg yfir þessu
Arna segir að það hafi verið mjög góð tilfinning að fá kallið en hún skilur alveg að aðrir leikmenn hafi verið valdir frekar í síðustu verkefni.

„Ég hef ekkert leyft mér að pæla í þessu verkefni fyrr en í gær. Það er búið að vera rosa mikið að gera hjá okkur í Val og öll einbeitingin verið þar. Það er fínt að skipta um umhverfi núna. Maður er fljótur að koma sér inn í þetta. Þetta er dagur tvö og það er allt að fara af stað," segir Arna sem gekk í raðir Vals fyrir sumarið og hefur leikið afskaplega vel þar í sumar.

„Ég hef verið mjög róleg yfir þessu. Fólk trúir því kannski ekki og heldur að ég sé rosalega svekkt heima. Það hefur ekki verið þannig. Ég hef litið á þetta sem bónus og hef eytt allri minni orku í mig og mitt félagslið. Tilfinningin var mjög góð (að fá kallið) og ég ætla að njóta þess að vera hérna."

„Staðan er bara þannig að við erum með ótrúlega mikið af góðum hafsentum og þetta er hrikalega mikil samkeppni. Ég átta mig alveg á stöðunni sem ég er í. Margar þeirra eru að spila úti á hærra stigi. Það meikar sens að þær séu frekar en ég, en það er gaman að fá tækifærið og vonandi get ég sýnt að ég á heima hérna. Það er ekki mín ákvörðun en ég get reynt það sem ég get."

„Þetta eru allt frábærir leikmenn. Það er gaman að koma í svona umhverfi og æfa við góðar aðstæður með góðum leikmönnum. Þetta styrkir mann og gerir mann betri. Mér finnst alltaf gaman að koma í svona umhverfi; þá finnur maður að maður vill alltaf aðeins meira og ýtir manni áfram," segir Arna.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Arna Sif meira um verkefnið sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner