Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Besti kosturinn fyrir alla aðila að hann framlengi"
Tvítugur og hefur spilað virkilega vel sem djúpur miðjumaður með FH.
Tvítugur og hefur spilað virkilega vel sem djúpur miðjumaður með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þar sem það er gluggadagur í stærstu deildum Evrópu velti undirritaður fyrir sér hvaða leikmenn í Bestu deildinni væru líklegastir til þess verða seldir erlendis.

Logi Hrafn Róbertsson er þar efstur á blaði. Hann er byrjunarliðsmaður í U21 landsliðinu, lykilmaður FH, hefur verið orðaður við félög erlendis og verður samningslaus í lok árs.

Annar sem kom upp var Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Víkings, sem hefur spilað mjög vel að undanförnu og bæði KR og Valur reyndu að kaupa hann af Víkingi í sumar. Víkingur er á leið í Sambandsdeildina og þykir því ólíklegt að Gísli sé á förum. En hvað með Loga?

„Eins og staðan er núna þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé leiðinni í burtu áður en glugginn lokar. Mér finnst allar líkur á því Logi klári tímabilið með okkur," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net.

Þó svo að glugginn loki í stærstu deildunum þá er hann opinn fram í næstu viku í Belgíu, Hollandi, Danmörku og Noregi.

„Það er eðlilegt að hugur hans leitar út, en við höfum verið í fínum viðræðum við hann um framlengingu á samningi. Að mínu viti er besti kosturinn fyrir alla aðila að hann framlengi. Við yrðum áfram með það markmið að hjálpa honum að komast út. Þær samræður eru í gangi. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel, því þá á endanum mun flott félag koma og taka hann."

Valur bauð í Loga í sumar en fyrir utan það hefur ekki komið neitt formlegt tilboð í Loga. Það var mikill áhugi hjá króatísku félagi á Loga, en ekkert varð úr því.

„Það hefur alveg verið áhugi á honum en ekkert sem við höfum þurft að taka neina brjálaða afstöðu til. Það var króatískt félag sem var mjög hrifið af honum og hafði mikinn áhuga, en það fór aldrei í neinar alvöru viðræður. Ég veit ekki af hverju það fór ekki lengra, en þeir höfðu allavega mikinn áhuga á honum," segir Davíð.
Athugasemdir
banner
banner