Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 09. ágúst 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erlend félög hafa áhuga á Loga Hrafni - Segir tilboð komið frá Króatíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa erlend félög, m.a. frá Noregi og Svíþjóð, áhuga á Loga Hrafni Róbertssyni, leikmanni FH.

Í Svíþjóð var fjallað um áhuga Hammarby á kappanum en ekki er víst hvort að Hammarby sé eitt af félögunum sem eru með augastað á FH-ingnum.

Logi er tvítugur varnarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað sem miðvörður. Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur og er algjör lykilmaður í liði FH.

Hann er byrjunarliðsmaður í U21 landsliðinu og lék sinn fyrsta A-landsleik í janúar. Logi verður samningslaus í lok árs.

Fótbolti.net ræddi um Loga við Davíð Þór Viðarsson í dag. Er komið eitthvað meira en bara áhugi?

„Ég vil ekki mikið tjá mig um einstaka leikmann hvort það sé komið tilboð eða ekki. Það er áhugi á honum sem er mjög eðlilegt, hann er búinn að spila mjög vel í ár og undanfarin ár. Ég vona persónulega sjálfur að hann komist í atvinnumannaumhverfi á næstuninn, en ég vonast líka til þess að við getum haldið honum allavega út tímabilið og að hann geti hjálpað okkur í þessari baráttu sem við erum í," segir Davíð.

Orri Rafn Sigurðarson, sem fylgist vel með íslenskum fótbolta, segir í færslu á X að FH hafi fengið tilboð frá Króatíu í Loga.

Athugasemdir
banner
banner
banner